17.8.05

Breytt mataræði

Fyrir um 7 vikum breytti ég algjörlega mataræði mínu. Ég hafði þyngst töluvert þetta tæpa ár sem ég var í sambúð og leið oft ekki vel í maganum og meltingin var ekki góð. Ég skrapp eina helgi í júní í heimsókn til systur minnar á Hvolsvelli en hún var búin að taka mataræðið hjá sér í gegn og leið mun betur. Ég fór eftir hennar ráðum og hætti að borða sykur og hvítt hveiti. Ég var þá hætt að drekka og borða mjólkurvörur þannig að þetta var skref númer tvö hjá mér í átt að heilbrigðara líferni. Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér þessar 7 vikur, mér líður margfalt betur, maginn er ekki lengur útþaninn og meltingin er í fína lagi. Bónusinn í þessu er sá að mig langar ekki neitt í sælgæti sem ég át áður talsvert af. Á þessum 7 vikum hef ég tvisvar fengið mér nammi og ekki mjög mikið af því. Ég er líka dugleg í líkamsrækt og hef grennst talsvert. Mér líður svo miklu betur og er mun hressari og orkumeiri en ég var áður.
Í næstu viku ætla ég ásamt nokkrum vinkonum mínum á námskeið hjá Maður lifandi, þar komum við til með að læra fullt um hollt mataræði.

5 Comments:

Blogger Gudrun Vala said...

Frábært hjá þér. Alveg nákvæmlega það sem ég hef ætlað að gera alla ævi. Bara svo erfitt þegar maður er með fjölskyldu og svo sé ég ekki um innkaupin til heimilisins ein. Gangi þér vel!

2:15 e.h.  
Blogger Anna Sigridur said...

Gott hjá þér Hrund!!! Það er alltaf erfitt að byrja en þegar maður tekur ákvörðunina og finnur líka muninn á líðaninni hérumbil strax þá er þetta eitt það besta sem hægt er að gera fyrir sjálfan sig!!!

5:27 e.h.  
Blogger Hrund said...

Takk fyrir þetta :).
Þetta er auðvitað mun auðveldara hjá mér þar sem ég bý ein og stjórna alveg hvað er keypt inn. Systir mín á reyndar mann og 3 dætur og gerir þetta en ég veit að það er púsluspil hjá henni.

9:20 e.h.  
Blogger S r o s i n said...

Mikið öfunda ég þig... þarf að gera þetta, þegar minn tími kemur!

Til lukku með árangurinn!

1:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta hvíta dót er algert eitur! Gott hjá þér að vera laus við það. Er ekki annars allt gott að frétta af þér?

Kv, Kolla

11:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home